A downloadable book

Download NowName your own price

Heimilin eru í hættu og það er enginn til staðar til að bjarga þeim. Nema jólasveinarnir. En það eru allir hættir að trúa á þá, meira að segja þeir sjálfir. Hvað geta þeir þá gert?

Jólasveinarnir tilheyra löngu liðnum tíma. Þeir tilheyra sveitinni, bóndabænum og baðstofunni. Askasleikir sem dæmi stelur matarleifum úr askinum. Hvaða barn snæðir daglega úr ask í dag? En hvað ef það væru til nútímalegri jólasveinar? Sveinar sem ásælast hluti sem standa okkur nær? Og hvernir sveinar yrðu það? Gæfu þeir í skóinn? Eða væru þeir meiri ógn, fyrst þeir ásælast jú það sama og við?

Og hvernig myndu svo gömlu jólasveinarnir bregðast við svona stökkbreyttum aðskotahlutum?

Jólaþjóðsaga úr samtímanum. Fjölskylduvæn saga fyrir börn á aldrinum 8 - 12 ára, eða um þann aldur sem þau eru hætt að trúa á jólasveinana.

Download

Download NowName your own price

Click download now to get access to the following files:

thegarjolasveinarnir.pdf 3.4 MB